matreiðslublogg
smá óhollusta
13.2.2008 05:14:37 / sigurlaug

frábær kjúklingur

Ef þið viljið frábæran kjúkling þá verslið ykkur Nomu krydd sem heitir indian. Þá er hægt að elda frábæran indverskættaðan kjúkling á þess að hafa mikið fyrir því.

(NOMU kryddin fást í versluninni Fylgifiskar og í lítilli búð á laugaveginum sem ég man ekki hvað heitir. Kanski víðar)

Það sem þarf er:

Hreint jógúrt 1-2 dósir eftir magni kjúklings

indian Nomu krydd 1-2 skeiðar (eftir hvað þið viljið hafa þetta sterkt, ráðlegg þeim sem ekki þola sterkan mat að nota teskeið, við hin notum matskeið;)

Þessu er blandað saman í skál og kjúklingurinn látinn marinerast í þessu. Yfir nótt ef hægt er annars styttra. Síðan er bara að skella þessu á útigrillið eða grilla í ofninum inni.

Mér finnst lang best að kaupa heilan kjúkling og skera hann í tvo hluta.

Heimsóknir
Í dag:  5  Alls: 108734
Klukkan
Dagatal
Síðast inni
Ég var síðast inni þann 15 júlí